Blika logo
Map

Það er ráðlegt að hafa farsíma með í för. Ekki bara til að taka myndir heldur líka til að geta skoðað kort eða kallað eftir aðstoð. Fyrir síðasta gos útbjuggum við kort af svæðinu sem sýnir bílastæði og helstu gönguleiðir ásamt staðsetningu notandans. Kort þetta er einstaklega gott til að koma í veg fyrir að fólk villist.

Til að sækja appið er fyrst nauðsynlegt að sækja Avenza appið. Ef þú notar Android síma getur þú sótt appið með því að smella á þennan hlekk. Iphone notendur nota þennan hlekk.

Eftir að þú hefur sótt apiið getur þú náð í kortið með því að smella hér.

Að hafa kort í símanum er mikilvægt. Mjög þokusælt er til fjalla á Reykjanesi og þokan getur komið skyndilega. Nú þegar hafa margir villst í þoku eða myrkri á svæðinu.

Með kortið í símanum getur þú alltaf fundið leiðina til baka að bílastæðunum

Bæði appið og kortið eru ókeyps. Við erum búin að búa til nýtt kort sem sýnir nýjar gönguleiðir og við búumst við að það verði samþykkt og aðgengilegt von bráðar!

Equipment

Hiking to the volcano is more complex than a typical trail. It requires detailed preparation, appropriate attire, and close monitoring of environmental conditions.

This page is designed to equip you with all the essential information you'll need when planning a trek towards the volcano.

By adhering to these guidelines, you'll not only decrease your own risk of accidents but also contribute to the overall safety of the region, easing the pressure on local rescue teams.

In the event of an emergency, remember to always call the emergency number: 112.

Fatnaður

Við mælum með að fylgja þriggja laga kerfinu þegar velja á fatnað. Lögin þrjú eru innsta lag sem heldur raka frá líkamanum, miðlag sem hjálpar til við að halda hita og ysta lag sem ver fyrir veðri og vindum.

Innsta lag

Tilgangur innsta lagsins er að halda svita frá líkamanum til að halda líkamanum þurrum og heitum.

Innsta lagið á að vera annað hvort úr gerviefnum eða ull. Gerviefnin eru vatnsfráhrindandi og þau þorna hratt. Ullin sér að sama skapi til þess að halda rakanum í burtu. Auk þess er hún einangrandi og heldur vel hita. Mikilvægt er að nota ekki bómull sem innsta lag. Bómullin dregur í sig bleytu og þornar hægt og illa. Fólki líður almennt verr í blautum fötum og kuldi sækir fyrr að manni. Almennt er ágætt að miða við það að halda sig alveg frá bómullarfatnaði þegar stunduð er hvers kyns útivist. Á Íslandi eru flestir klæddir í ull sem innsta lag sér í lagi vegna einangruninnar, en gerviefnin virka líka vel sér í lagi á sumrin

Miðlag

Miðlagið á að sjá til þess að sá hiti sem líkaminn framleiðir komist ekki út. Þnnig eru minni líkur á að þér verði kalt. Miðlagið getur verið úr alls konar efni. Flíkur úr flís, fóðrruðum gerviefnum, lopa eða dúni eru tilvaldar sem miðlag. Ef kalt er úti er gott að nota þykkara miðlag eða nota tvær eða fleiri flíkur sem miðlag.

Ysta lag

Ysta lagið er oft kallað skel. Hlutverk ysta lagsins er að tryggja að bleyta og eða vindur komist ekki í innri lögin. Ysta lagið verður þannig að vera bæði vind- og vatnshelt. Mikilvægt er að ysta lagið andi og hleypi þannig svita út. Ráðlegt er að velja fatnað sem merkt eru annað hvort Gore-Tex eða Windstopper.

Ekki gleyma göngusokkum, húfu og vettlingum.

Á sumrin þarf ekki að vera nauðsynlegt að klæðast öllum þremur lögunum á meðan gengið er. Það er þó ráðlegt að hafa með sér nóg af fatnaði, þar sem veður getur breyst hratt. Eins verður að hafa í huga að gengið er á fjall og veðrið getur verið mun verra uppi á Fagradlasfjalli en niðri við upphaf gönguleiðarinnar.

Að lokum má bæta við að skór með góðum stuðningi við ökklann eru nauðsynlegir á göngunni. Göngustígarnir eru grófir og mikið um ökklameiðsl hjá fólki sem ekki er í viðeeigandi skóbúnaði. Gönguskór geta verið nokkur fjárfesting, en betra er að kaupa eða leigja skó en að verða fyrir meiðslum á leiðinni.

Food

Trail mix and some snacks will help you while doing the hike. Take at least 1 liter of water for each person. There are no rivers or streams along the way and all surface water can be polluted by volcanic materials.

You cannot purchase food or drinks along the trail. You will have to carry all your trash with you back to the car park.

Sometimes there are food trucks at the parking, but do not count on those when planning your hike. There are grocery stores in Grindavík.