Á Djúpavogi er gott tjaldsvæði sem er staðsett í hjarta bæjarins. Í þjónustuhúsinu er eldunaraðstaða, setustofa, þvottavél/þurrkari, auk þess er aðstaða til losunar/áfyllingar fyrir húsbíla og rafmagn. Hægt er að bjóða upp á gistingu í smáhýsumi, gestir koma með allt það sem þeir myndu vanalega nota til þess að tjalda en í stað þess að gista í tjaldi er gist í notalegu litlu smáhýsi.
Frá tjaldsvæðinu er fallegt útsýni yfir höfnina og víðar. Þá er öll helsta þjónusta í bænum innan við 500 m fjarlægð frá tjaldsvæðinu, sundlaug, verslun, söfn, veitingarstaðir og kaffihús o.f.l. Skemmtilegar gönguleiðir í nágrenninu og stutt til fjalls og fjöru.