Ferðaþjónustan að Stóra-Sandfelli er í Skriðdal, 17 km. sunnan við Egilsstaði við þjóðveg nr. 95 sem liggur á milli Egilsstaða og Hafnar í Hornafirði þegar keyrt er yfir Öxi eða Breiðdalsheiði. Hér er ýmist boðið upp á gistingu í smáhýsum, herbergjum eða á tjaldsvæði.
Sama fjölskylda hefur rekið ferðaþjónustuna um þrjátíu ára skeið og sameinar reynslu og austfirska gestrisni.Við leggjum áherslu á góð og persónuleg samskipti við gesti okkar, þar sem þeir geta notið sín í fögru umhverfi og kyrrð í íslenskri náttúru.
Tjaldsvæðið er staðsett í víðfeðmu skóglendi sem hentar einkar vel fyrir tjöld og tjaldvagna, fjölskyldur og fjörkálfa. Á svæðinu eru borð með áföstum bekkjum, Króklækurinn rennur þar í gegn og býður upp á ævintýri fyrir yngsta fólkið. Á snyrtingunum eru salerni, sturtur, útivaskar og heitt og kalt vatn.
Tjaldsvæðið er opið frá 1. júní - 31.ágúst.
Fyrir frekari upplýsingar og bókanir, vinsamlegast farið á heimasíðu okkar eða hafið samband í gegnum síma eða tölvupóst.