Í Sandgerði er nýlegt tjaldsvæði sem er staðsett við Byggðarveginn. Í þjónustuhúsinu á svæðinu eru salerni, sturtur, þvottavél með heitt og kalt vatn. Hjólastólaaðgengi er að sturtum og salernum. Í húsinu er hægt að fá afnot af þvottavél og þurrkara og á tjaldsvæðinu eru rafmagnstenglar fyrir þá sem þess óska. Tjaldsvæðið er staðsett miðsvæðis í Sandgerði öll almenn þjónusta er í göngufæri. Góð sundlaug með rennibraut og þrekksal 18 holu golfvöllur og þar er einnig að finna Þekkingasetur Suðurnesja – safn sem tengir saman menn og náttúrusýninguna Heimskautin heilla og Gallerí Listatorg þar sem eru listverksýningar og sölu á handverksmunum. Það getur verið ansi líflegt við höfnina og er gaman að koma þangað.
Í nágrenni Sandgerðis er að finna sögulega staði þar má nefna Hvalsneskirkju, Stafnes og Básenda. Sandgerði er í 5 mín akstri frá flugvellinum og 45 mín frá miðbæ Reykjavíkur. Sandgerði er í góðu vegsambandi við Suðurland með tilkomu Suðurstrandarvegs og Ósarbotnavegs. Einnig er hægt að leigja smáhýsi sem eru á svæðinu.