Upplýsingar

5666999

https://golfmos.is


64°41'56.86"N 20°52'15.26"V

9 holur

Bakkakot er staðsett í Mosfellsdal og er 9 holu völlur. Einkenni Bakkakots má segja að séu stuttar brautir og trjágróður en í gegnum árin hefur mikið verið gróðursett á svæðinu og er sannkölluð sveitasæla stutt frá ys og þys borgarinnar. 9 holur í Bakkakoti eru 2.051 metrar af gulum teigum eða 4.102 metrar á 18 holum.

Það er þó ekki svo endilega auðvelt að skora völlinn vel þó hann sé stuttur. Beita þarf mismunandi höggum og skipta staðsetningar miklu máli til að ná góðu skori. Flatir á vellinum teljast vera í minni kantinum og því þarf nákvæm högg til að koma sér í fuglafæri. Í Bakkakoti er rástímaskráning og eru rástímar bókaðir á www.golfbox.golf. Athygli er vakin á því að skylda er að skrá sig á rástíma áður en leikur hefst.

Reykjavík - Veðurspá
Í dag,
09:00
0 mm
10 m/s
12:00
10°
0 mm
13 m/s
15:00
11°
0 mm
14 m/s
18:00
10°
0 mm
13 m/s
21:00
0 mm
12 m/s
Á morgun,
09:00
0 mm
2 m/s
15:00
11°
0 mm
6 m/s
Næstu dagar
2121
0 mm
3 m/s
2222
12°
0 mm
6 m/s
2323
11°
3 mm
9 m/s