ESv | 27.06.2022 09:49
SJÁVARHITINN HEFUR HELDUR GEFIÐ EFTIR SÍÐUSTU VIKUR

Leit vel út í sumarbyrjun.  Hitamyndir af yfirborði sjávar sýndu hlýrri sjó umhverfis landið, sérstaklega suður af landinu. Fyrir eyju út í miðju Atlantshafi er það sjávarhitinn sem er ráðandi þáttur fyrir hitafarið þegar sveiflur á milli daga og vikna hafa verið jafnaðar út.

Á kortum sem Evrópska reiknimiðstöðin birtir daglega, má sjá sjávarhita og frávik hans frá meðaltali eins og hann kemur fyrir í spágerð hvers dags.

Fyrir hálfum mánuði, eða í greiningu á miðnætti 13. júní mátti sjá líkt og vikurnar á undan, vænan flekk suður af landinu með hita sjávar um 0,5-1,5°C yfir meðallagi.  Meðaltalið er  ERA-40 tímabilið í veðurendurgreiningum eða árin 1957-2002.


Yfirborðssjórinn hlýnar með hækkandi sól hér á okkar slóðum. Léttara hitaskiptalagið eins og það er kallað nær hins vegar ekki niður á mikið dýpi.  Þar undir er kaldari sjór.  Lóðrétt blöndun á þessum árstíma verður ekki nema með vindi og tilheyrandi öldum.

Helsta undantekningin er á mörkum gagnstæðra hafstrauma, eins og suður af Nýfundanlandi þar sem breytilegir hvirflar eru ráðandi fyrir hita sjávar.

En nú hefur það sem sé gerst að hitaskiptalagið hefur veikst suður af landinu og hlýja frávikið er að mestu horfið. Fremur djúpar sumarlægðir á leið sinni til austurs fyrir sunnan og austan landið eru „skemmdarvargarnir“ að þessu leytinu til.  Þær fóru að láta til sín taka fyrir sunnan landið um og fyrir 10 júní með þrálátum SV-vindi líkt og að hausti. Veðurkortið 22. júní er nokkuð dæmigert.

Meira að segja hefur dúkkað upp fremur kaldursjór undan Austurlandi þessar síðustu tvær vikur í satða öllu mildari.

Rauða lína vestur af Íslandi er eðlileg og kemur fram á öllum þessum kortum.  Hörfun hafíss vegan hlýnunar loftslags hefur orsakað varanlega hlýnun sjávar á mjóu belti síðustu 30-50 árin. 

Áhrifin á sumarveráttuna hér hjá okkur eru þau að meðalhiti verður óhjákvæmilega ívið lægri en hann hefði annars orðið, að mestu óháð því hvaðan vindurinn blæs hverju sinni.  Auðvitað getur ástandið jafnað sig að nýju, en það tekur tíma og auk þess fór „besti tíminn“ til upphitunar í kringum sólstöður forgörðum vegna þrálátrar blöndunar við kaldaria sjó á sama tíma.  

Reykjavík - Veðurspá
Í dag,
09:00
0 mm
3 m/s
12:00
11°
0 mm
3 m/s
15:00
12°
0 mm
6 m/s
18:00
14°
0 mm
5 m/s
21:00
11°
0 mm
3 m/s
Á morgun,
09:00
10°
0 mm
3 m/s
15:00
11°
0 mm
8 m/s
Næstu dagar
1515
0 mm
7 m/s
1616
12°
0 mm
2 m/s
1717
10°
11 mm
8 m/s