ESv | 20.04.2021 11:03
RÝNT Í LANGTÍMASPÁR 20. APRÍL

Þegar vetri lýkur og slaknar á háloftavindum verða stýriþættir veðurlagsins ekki eins nærtækir og fyrr var í vetur.  Þó er eitt og annað sem er sæmilega handfast og hér koma við sögu annars vegar NAO vísirinn (Norður- Atlantshafssveiflan) og hins vegar MJO (Madden Julian sveiflan), en svið hennar er við miðbaug. Sýnt hefur verið fram á að hreyfingar uppstreymissvæðanna þar sem varmageislun sólarinnar er mest haf áhrif á veður norðarlega á norðurhveli, gjarnan 10-15 dögum síðar.

 

Byrjum spánna á sumardeginum fyrsta:

22. apríl

Þurrt um morguninn, en síðdegis rignir SV- og V-lands.  Eins norðanlands um kvöldið.  Hlýnandi og hiti 4-8 stig.

 23. apríl

Vaxandi háþrýstisvæði við landið.  Rignir dálítið vestan- og norðantil.  Milt vorveður, en sólarlítið.

 24. (lau)

Léttir víða til norðan og austanlands. Hiti kemst í 10-12 stig.  Rigningarvottur annars staðar.

 25. (sun)

Skilum úr suðri er spáð og með rigningu sunnanlands.  Áfram leysing og milt norðanlands.

############## 

NAO er spáð í greinilegum neikvæðum fasa út mánuðinn. Hefur í för með sér háan loftþrýsting í grennd við landið.  Fyrst í stað samt lægðardrög með úrkomu. Því er spáð að hæðin koðni niður eða fjarlægist í nokkra daga og þá meiri óvissa um veðrið, þ.e. framan af næstu viku. Hinsvegar er nýrri hæð spáð í kjölfarið, en vestar og þá verða breytingar. Líklega um mánaðarmótin.    

###############

26. til 30. apríl:

Hæglátt veður framan af vikunni og þurrt að mestu, en rignir NV- og V-til þegar frá líður.  SA-læg vindátt og að mestu laust við næturfrost. Þessa daga er rúm fyrir talsverðan breytileika.  Kaldara loft sækir úr norðri í lokin.

##############

MJO er spáð í fasa 7 (ekki rúm til að fara nánar í þá sálma!) Kort frá ECMWF sýnir alla 8 fasana í hringmynd. NAO(mínus) fylgir klárlega MJO7 að vetrarlagi, en tengslin eru ekki eins skýr á vorin. En mánaðarspá frá Evrópsku Reiknimiðstöðinni er nokkuð skýr og sýnir þessi tengsl til um 5. maí.

##############

1. til 4. maí:

Breytingar um mánaðarmótin.  N-átt með svölu veðri.  Hret af einhverju tagi ekki ólíklegt.

5. - 10. maí:

Lægðabraut verður fyrir sunnan land.  Mildara veður á ný og A-lægar vindáttir


* Kortin eru:

1. Spá og frávik meðalloftþrýstings til mánaðarmóta af Brunni VÍ.  Hæð ríkjandi, en greinilegt lægðardrag suðvesturundan. 

2. MJO- spá frá ECMWF.  Nánar um MJO: https://en.wikipedia.org/wiki/Madden%E2%80%93Julian_oscillation

3. Hutafrávik í viku 3 í mánaðarspá ECMWF.