LÍKÖNIN NÁLGAST Í SPÁM SÍNUM
Eins og í gær
berum við saman hádegiskeyrslur ECMWF (Evrópska líkansins) og GFS (Bandaríska líkanið).
Í gær var mikill
munur, reyndar líka í morgun, en nú virðast þau vera að finna sporið og vonandi
er það nálægt því að vera rétt.
ECMWF dregur úr dýpkun lægðarinnar á meðan GFS bætir heldur í – rétt eins og í væri í góðum samningaviðræðum !
Hinar ýmsu staðspár
sem fá flest inntaksgögn sín úr öðru hvoru líkananna verða því ekki jafn ólíkar
og verið hefur síðustu dagana. Á vef Bliku má þannig gera þennan samanburða
á einfaldan hátt þar sem hægt er að velja ýmist hnapp Bliku-líkansins (GFS) eða
Veðurstofunnar (ECMWF) eftir að spástaður hefur verið valinn.
Veðurspáin nú
gerir vissulega ráð fyrir að fremur kalt verði bæði á laugardag og sunnudag, en
ekki er lengur gert ráð fyrir að snjó niður undir miðjar hlíðar norðanlands og
eins er vindur hægari sem og úrkoma minni yfirleitt. Þó getur lægðin hæglega komið nær
landi en nú er spáð, þ.e. á sunnudag og
þá með leiðinlegra veðri þá norðan- og norðaustanlands. Það verður alltaf að
vera einhver óvissa í þessu !
Sjáum á seinna kortinu að spáð er snjó inni á hálendinu á laugardagsmorguninn og til hliðar er nýjasta staðspá Veðurstofunnar fyrir Akureyri þar sem má lesa 6°C þennan sama morgunn og N 4 m/s.