ESv | 16.06.2022 10:01
HVERNIG ER MEÐ LÆGÐINA SEM SPÁÐ ER 17. OG 18. JÚNÍ?

Strax rétt að geta þess, að spárnar hafa breyst. Nú er síður gert ráð fyrir rigningu sunnan- og suðvestanlands, en þess í stað frekar fyrir austan og norðan. Það fylgir með nokkuð snörp N-átt, en ekki endilega svo köld, þó vissulega verði svalt, a.m.k. um norðurhluta landsins á meðan.

Eiginlega ekki tamt að tala um djúpar lægðir á þessum árstíma.  Lægðinni sem spáð er suðaustur og austur af landinu verður vissulega með  öðrum svip en haust- eða vetrarlægðir. Aðdragandinn þó svipaður þar sem hlýtt og kalt loft mætist og raki til staðar suðvestan úr Atlantahafi.  Þáttur rakans og með þéttingu hans hefur meira vægi á sumrin og framan af hausti í dýpkun lægða. 

Í öllu því ferli sjá tölvuspárnar um að leysa flókna eðlisfræðina .


Á fyrra kortinu má greina átakalínur í aðdragabda þessa.  Uppi í um 1.200-1.600 m hæð  má sjá kalt loft sem blátt svæði. Í kjarna þess er frostið 7 til 8 stig í þeirri hæð. Ofar er háloftadraga sem skipir ekki síður máli.  Nokkru sunnar hittir kalda loftið  fyrir hlýtt loft þar sem finna má +13 til 14°C. Þessi hitastigull upp á um 20 stig verður jafnaður út með lægð sem spáð er vestur af Írlandi. Hvort hún sæki líka í  mjög hltt loft frá Evrópu til viðbótar hinu er vafamál.


En hvað sem því líður að þá er lægðinni spáð nú 981 hPa fyrir suaðustan og austan land seint á 17. júní.  Þar snýr hún í kring um sig röku loftinu og beinir því á endanum yfir Norður- og Austurland. Það með NA og N-átt.  Þetta er vel þekkt og úrkomumagnið vill stundum verða umtalsvert staðnæmist lægðin í stað þess að halda áfram í átt til Noregs. Því er reyndar spáð og það getum við einkum þakkað hæðarhrygg úr vestri sem pressar á.

Seinna kortið er spá ECMWF seint á föstudag. Sjá má bæði þnnan umtalaða N-streng yfir landinu mest öllu sem og samfellda úrkomu. Blika gerir ráð fyrir því að á Húsavík verði úrkoman 60-70 mm (rigning, en slydda til fjalla), frá því um miðjan föstudag (17. júní) og fram á miðjan laugardag. Á móti verður að mestu þurrt og hlýrra sunnan heiða, en nokkuð hvasst um tíma.Reykjavík - Veðurspá
Í dag,
12:00
10°
0 mm
14 m/s
15:00
11°
0 mm
14 m/s
18:00
11°
0 mm
12 m/s
21:00
10°
0 mm
9 m/s
Á morgun,
09:00
0 mm
9 m/s
15:00
11°
0 mm
5 m/s
Næstu dagar
0909
11°
0 mm
12 m/s
1010
11°
2 mm
7 m/s
1111
10°
1 mm
3 m/s