ESv | 25.11.2021 11:21
HELGARVEÐRIÐ, 26. -28. NÓV

Helgarveðrið á mannamáli

Föstudagur:  Í nótt og fram á föstudagasmorgun má reikna með snörpum og skeinuhættum hviðum suðaustanlands, en síðan lægir.  Annars bjartviðri og vægt frost um land allt.  

Laugardagur:  Það laumast að okkur mildara loft enn eina ferðina úr vestri.  Hægur vindur, og gerir snjóföl á fjallvegum suðvestan- og vestanlands. Hins vegar dæmigert veður fyrir frostrigningu og hún getur verið varhugaverð og orsakað lúmska flughálku á vegum. Einni helst á Suðurlandi og í Borgarfirði.  

Sunnudagur:  Hlýnar heldur, en enn fremur hægur vindur. Snjóa mun mest allan daginn á fjallvegum austur fyrir fjall, norður í land og vestur á firði. Slydda og slabb eða þá rigning á láglendi, hvað mildast sunnan- og suðvestanlands.    

Reykjavík - Veðurspá
Í dag,
09:00
-2°
0 mm
5 m/s
12:00
-1°
1 mm
5 m/s
15:00
-3°
0 mm
6 m/s
18:00
-3°
0 mm
5 m/s
21:00
-4°
0 mm
5 m/s
Á morgun,
09:00
-2°
0 mm
3 m/s
15:00
-3°
0 mm
3 m/s
Næstu dagar
0505
19 mm
16 m/s
0606
1 mm
4 m/s
0707
-4°
5 mm
7 m/s