ESv | 10.05.2022 08:48
BREYTILEGT (EINS OG OFTAST)

Ný þriggja vikna spá frá Evrópsku reiknimiðstöðinni er nokkuð skýr þar sem reiknað er með skýrt afmörkuðum köflum.

10. -13.  maí: Ríkjandi N-átt og kalt á landinu. Víða næturfrost og snjóar í fjöll og jafnvel í byggð norðantil.

Á kjördag snýst til S-áttar með rigningu sunnanlands.

15. -19. maí:  Spáð er hæðarsvæði við Bretland og Skandinavíu. Kemur það til með að beina til okkar mildu lofti.  Hvað hlýjast verður á þriðjudag og miðvikudag, einkum norðanlands og á Vestfjörðum.  Vætusamt verður suðaustanlands.

20. -21. maí: (helgi) – Umbreyting um leið og hæðin gefur eftir. Dregur úr hlýindum og svalara loft úr norðri læðist að okkur.

22. -29. maí: 50-70% líkur á því að það kólni aftur með háloftalægðardragi frá Grænlandi. Breytilegir vindar og veður. Skúrasælt víða á landinu, en sól á milli.   

Ef það er eitthvað sem einkennir maí-veðráttuna að þá er það kaflaskipt veður, þar sem veður heldur ákveðnum einkennum í 4-10 daga og síðan skiptir um vindátt og veðurlag.  Maí 2021 var e.t.v. undantekningin með  svölu (köldu), þurru og sólríku veðri nánasta allan mánuðinn.

Kortin eru meðalspár fyrir einstakar vikur af vefsvæði ECMWF. Í 4. Viku er mikil dreifing í safnspám og lítil spágeta.

Reykjavík - Veðurspá
Í dag,
12:00
0 mm
2 m/s
15:00
0 mm
3 m/s
18:00
0 mm
4 m/s
21:00
0 mm
3 m/s
Á morgun,
09:00
0 mm
9 m/s
15:00
0 mm
11 m/s
Næstu dagar
2727
11°
0 mm
6 m/s
2828
10 mm
15 m/s
2929
2 mm
4 m/s