ESv | 24.05.2021 10:03
10-30 DAGA SPÁR Á BLIKU

Nýjung í spágerð í fyrsta sinn hérlendis.  Framfarir lengri tíma spám (e. extended forecasts) 15-45 daga hafa verið umtalsverðar síðustu árin.  Daglegar spár eru reiknaðar til 10-15 daga.  Veðurfarsspár eru líka reiknaðar einu sinni í mánuði þar sem næstu 3 til 6 mánuðir eru undir.  Aðferðirnar eru gjörólíkar. 

Þarna á milli er síðan millibil fyrir vikna- eða mánaðarspár.  Þar er þriðju spáaðferðinni beitt.  Hún er í stuttu máli þessi:  Keyrðar eru 30-50 svokallaðar safnspár.  Allar frá sama upphafstíma, en í grunngildum er breytt lítilsháttar kerfisbundið þar sem lofthjúpurinn er í eðli sínu óreiðukenndur.

Öllum niðurstöðunum er síðan smalað saman í safnspár eftir áþekkri niðurstöðu sem gefur dreifingu. Hæg heimatökin þá að setja fram spánna með tölulegum líkum á hinu og þessu.  Litlar líkur á hlýindum eða að úrkoma verði meiri eða minni o.s.frv.  Oft eiga spárnar að endurspegla tiltekið veðurlag nokkra daga í senn.  Evrópska Reiknimiðstöðin (ECMWF) setja spárnar sínar fram í heilum viku frá mánudegi til sunnudags.

Sveiflur í miðjum lofthjúpnum í um 3 til 9 km skipta þarna mestu og hvernig þær hafa áhrif á veðrið á jörðu niðri.  Hér við Ísland eigum við einkar handhæga veðurlagsflokkun sem kennd er við sænskan veðurfræðing, Ernst Hovmöller, en hann þróaði aðferðina fyrir um 40 árum.  Hún gangur í stuttu máli út á að greinar stefnu og styrk vinds í 500 hPa þrýstifletinum (um 5,5 km) á afmörkuð svæði á milli 60 og 70°N og á milli lengdarbaugana 10 og 30°V.  Úr verður rammi umhverfis landið. Þriðji þátturinn er síðan hæð þessa sama þrýstiflatar yfir miðju landinu (65°N20°V). Hæð hans eða fjarlægð frá yfirborði er m.a. mjög tengd hita loftsins í lægri lögum.Hovmöller veðurlagsflokkarnir eru 27, þar sem hverjum hinna þriggja þátta; V- og  S-þáttar vindsins og hæðarinnar yfir landinu er skipt upp í þriðjunga: lítill, miðlungs og mikill.  Myndrænt má líkja þessari þrívíðu nálgun við Rubics-teninginn fræga.  Hver mánuður eða árstíð er flokkuð með þessum hætti og hér er notast við ERA-5 endurgreiningu daglegs veðurs í lofthjúpnum frá ECMWF yfir 25 ára tímabil.  Allar spárnar hafa því viðmið við sögulegt veður.

Hovmöllerflokkarnir 27 eru óþarflega margir og líkindi í veðrinu með mörgum þeirra.  Farin er sú leið að smala líkum flokkum í  7 safnflokka.  Spáin er því almenn lýsing á algengu veðurlagi í hverju safni fyrir sig.  Það á sér sín einkenni einkum í ríkjandi vindátt, en líka í úrkomu og úrkomudreifingu um landið sem og hitafrávik frá meðallagi.  Höfum í huga að lítill V-þáttur vindsins getur ýmist verið V-átt (væg) eða A-átt. S-þáttur vindins er hins vegar oftast N-lægur þegar hann er lítill en klárlega S-átt í háloftunum fyirr bæði miðlungs og mikinn S-þátt.

Við bandarísku veðurþjónustuna (NWS) eru nú reiknaðar daglega safnspár (GEFS) fyrir lofthjúpinn allan  til 35 daga. Þær samanstanda af 30 spám. https://www.noaa.govhttps://api.blika.is/media-release/noaa-upgrades-global-ensemble-forecast-system  Aðgengi að spágögnunum er opið og Blika sækir hluta þeirra til útreikninga umhverfis Ísland og fyrir þá daglegu langtímaspá sem hér er birt 10 til 30 daga fram í tímann.  Hér er farin sú leið að setja fram líkindi fyirr hvern dag í stað fastra tímabila.


Langtímaspár Bliku uppfærast dagalega um kl. 14.

Nokkur hagnýt atriði um notkun á langtímaspám Bliku:

  • Veðurflokkarnir 7 koma stundum ekki allir fyrir í einhverjum af 30 keyrslunum, en séu líkurnar innan við 5% verður það lýsandi veðurlag að teljast ólíklegt.  
  • Söguleg líkindi veðurflokkanna eru ekki jöfn, en munurinn þó ekki afgerandi.
  • Líkindadreifingin eykst með spátímanum vegna aukinnar óvissu.  Einnig er kerfisbundið aukið á vægi óvissunnar í framsetningu Bliku.
  • Þegar líkindadreifingin er nokkuð jöfn er það oftast vísbending um litla spágetu.
  • Minni þessara spáa er ekkert. Spádagur með greinileg hæstu líkindi í ákveðnum veðurflokki, getur fallið í líkindum í næstu keyrslu, en birst síðan afgerandi aftur inn í þeirri þriðju. Slíkt er ekkert óeðlilegt.
  • Breytilegt veðurlag er ákveðinn veðurflokkur sem inniheldur nærri miðjugildi a.m.k. tveggja þáttanna þriggja sem ákveða spánna.  Kemur gjarnan fram með ólíkum hætti veðurs og vindátt ekki sú sama eða.  En sjaldnast afgerandi frávik og stundum sitt lítið af hverju.
  • Stundum má sjá straumhvörf í spánum á ákveðnum tímapunkti, hvernig líkindi flokkanna raðast. Oft er það til marks um veðurbreytingar, einkum þegar slík hvörf koma fram endurtekið dag eftir dag.  
  • Sumardaga- eða hitabylgjuspárnar (frá 15.júní)  eru settar fram meira til gamans, en bestu dagarnir tengjast vissulega ákveðnum veðurlagsflokkum, en ekki þeim sömu eftir landshlutum.


 

Reykjavík - Veðurspá
Í dag,
09:00
0 mm
7 m/s
12:00
0 mm
6 m/s
15:00
0 mm
7 m/s
18:00
0 mm
5 m/s
21:00
0 mm
7 m/s
Á morgun,
09:00
0 mm
4 m/s
15:00
0 mm
4 m/s
Næstu dagar
1919
1 mm
8 m/s
2020
0 mm
3 m/s
2121
0 mm
1 m/s